Lokahóf Tindastólsmanna fór fram fyrir skömmu og var Helgi Rafn Viggósson var kosinn bestur og fékk því til varðveislu bikar sem gefinn var til minningar um afa hans, Helga Rafn Traustason en hann var einn af frumkvöðlum körfuboltans á Sauðárkróki.
Sigmar Logi Björnsson var valinn efnilegastur og einnig voru veitt verðlaun fyrir mestar framfarir og féllu þau í skaut Helga Rafns en varnarmaður ársins var valinn Axel Kárason.
Mynd: www.tindastoll.is