Lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls fór fram á dögunum þar sem Helgi Rafn Viggósson og Bríet Lilja Sigurðardóttir voru útnefnd bestu leikmenn meistaraflokka félagsins. Tindastólsmenn höfðu sigur í 1. deild karla og leika í Domino´s deildinni á næsta tímabili en Tindastólskonur höfnuðu í 3. sæti í 1. deild kvenna og misstu þannig naumlega af úrslitaseríunni.
Verðlaunahafar á lokahófi meistaraflokka Tindastóls voru eftirfarandi:
Besta ástundun:
Linda Þórdís Róbertsdóttir
Sigurður Páll Stefánsson
Mestu framfarir:
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir
Ingvi Rafn Ingvarsson
Efnilegasti leikmaðurinn:
Jóna María Eiríksdóttir
Pétur Rúnar Birgisson
Stigahæsti leikmaðurinn:
Bríet Lilja Sigurðardóttir
Helgi Rafn Viggósson
Besti varnarmaðurinn:
Ísabella Guðmundsdóttir
Darrell Flake
Besti leikmaðurinn:
Bríet Lilja Sigurðardóttir
Helgi Rafn Viggósson
Mynd/ www.feykir.is