spot_img
HomeFréttirHelgi með 4 stig í tapi Boncourt

Helgi með 4 stig í tapi Boncourt

22:34

{mosimage}

Basket-Club-Boncourt sem Helgi Már Magnússon leikur með í svissnesku úrvalsdeildinni tapaði enn einum leiknum um helgina þegar liðið heimsótti BBC Monthey, 80-82.

Gengi liðsins nú haust hefur valdið miklum vonbrigðum enda hefur Boncourt verið í toppbaráttunni í Sviss undanfarin ár. Nýjir leikmenn hafa komið í hverri viku til liðsins og æfingar því gengið upp og ofan. Helgi átti dapran dag í leiknum við BBC Monthey og skoraði 4 stig.

Fréttir
- Auglýsing -