{mosimage}
Helgi Már Magnússon hefur samið við Boncourt í Swiss og er samningurinn til eins árs. Helgi Már lék síðast með Catawba háskólanum. www.kr.is/karfa greinir frá.
Helgi Már Magnússon er uppalinn KR-ingur og hóf að leika körfu um níu ára aldur, hann var í hinu sigursæla ´82 liði KR-inga og var hann lykilmaður í því liði. Helgi Már hefur leikið fjölmarga yngri landsleiki og í dag er hann í A-landsliðinu. Helgi lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki KR tímabilið 1999-2000, en áður hafði hann tvívegis verið í leikmannahóp árið áður. Helgi Már skoraði 12,4 stig að meðaltali tímabilið 2001-2002 og þótti leika sérlega vel það tímabil og var hann valinn í A-landsliðið það ár.
Helgi Már hélt til Bandaríkjanna árið eftir og fór í Westminister skólann í eitt ár og þaðan fór hann í Catawba háskólann, þar sem að hann lék stórvel. Helgi Már hefur stefnt að því að gerast atvinnumaður í körfuknattleik frá því að hann var ungur drengur og nú er draumur hans að rætast.
BC Boncourt er eitt af stóru liðunum í Swiss og voru þeir Swissneskir meistarar þrisvar sinnum á síðustu fimm árum, síðast 2005. Í ár tapaði liðið í úrslitum 0-3 fyrir Lugano, en áður höfðu þeir sigrað viðureignir sínar 3-0 í bæði átta og undanúrslitum.
Hægt er að lesa viðtal við Helga á heimasíðu KR með því að smella á hlekkinn hér að neðan:
Viðtal við Helga Má á heimasíðu KR
Frétt og mynd af www.kr.is/karfa