12:35
{mosimage}
Heimasíða KR greinir frá því nú fyrir stundu að KR ingurinn Helgi Már Magnússon hefur samið við sænska liðið Solna Vikings sem Sigurður Ingimundarson er að fara að þjálfa.
Helgi er því annar KR ingurinn sem semur við sænskt félag en Jakob Örn Sigurðarson samdi við sænsku meistarana í Sundsvall á dögunum. Lið þeirra Helga og Jakobs, Solna og Sundsvall, hafa einmitt mæst í úrslitum sænska boltans undanfarin tvö tímabil og vann Sundsvall í vor en Solna fyrir ári.
Mynd: [email protected]