spot_img
HomeFréttirHelgi Már og félagar úr leik í bikarkeppninni í Sviss

Helgi Már og félagar úr leik í bikarkeppninni í Sviss

12:32 

{mosimage}

BC Boncourt lið Helga Más Magnússonar tapaði á dögunum í síðari 

bikarleiknum gegn Lugano Tigers 88-64 á útivelli eftir að staðan 

í hálfleik hafði verið 43-33.  Helgi Már skoraði 5 stig.

 

Fyrri leiknum töpuðu BC Boncourt með 4 stigum og þurftu þeir 

því að sigra með 5 stigum eða meira á útivelli í kvöld til 

að komast áfram.  Liðið lék hinsvegar illa í kvöld og voru tíu 

stigum undir í hálfleik og töpuðu með tuttugu og fjórum stigum 

88-64.  Samanlagt tapaði liðið því með 28 stigum og eru úr 

leik í Svissneska bikarnum.

 

Helgi Már var í villuvandræðum í leiknum og skoraði 5 stig.

 

Næsti leikur er einmitt gegn Lugano Tigers á laugardaginn á 

heimavelli og hefur liðið harma að hefna.  Lugano Tigers eru í 

þriðja sæti deildarinnar með 7 sigra og 3 tapleiki, en BC Boncourt 

er í sjöunda sæti deildarinnar með 5 sigurleiki og 6 töp.

 

Frétt og mynd af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -