16:20
{mosimage}
Bikarkeppnir hinna ýmsu landa eru að fara af stað. Í Sviss heimsóttu Helgi Már Magnússon og félagar 4. deildar lið Dudes Bâle og sigruðu 133-47. Í samtali karfan.is sagði Helgi að það hafi ekki verið mikil alvar í þessum leik, völlurinn mjög lítill og í raun svo lítill að engar enda og hliðarlínur voru á vellinum, aðeins útveggir salarins. Í hálfleik bauð svo heimaliðið upp á bjór og white russian.
Helgi átti fínan leik og skoraði 25 stig.