spot_img
HomeFréttirHelgi Már með 11 stig í stórsigri Boncourt

Helgi Már með 11 stig í stórsigri Boncourt

21:45

{mosimage}

Helgi Már Magnússon átti fínan leik í kvöld fyrir lið sitt BC Boncourt þegar liðið sigraði BBC Monthey á heimavelli í 8 liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar 90-59 og leiða því 2-1 í einvíginu. Helgi skoraði 11 stig og átti góðan leik í vörninni líkt og allt liðið.

Liðin leika næst á laugardag á heimavelli BBC Monthey en sigra þarf 3 leiki til að komast í undanúrslit.

[email protected]

Mynd: Bluewin

Fréttir
- Auglýsing -