spot_img
HomeFréttirHelgi Magg: Engar breytingar á okkar leik

Helgi Magg: Engar breytingar á okkar leik

“Nei ég geri ekki ráð fyrir að við breytum miklu en ef það verður eitthvað þá er það væntanlega minniháttar aðlögun. Þetta kemur í ljós á æfingunni á eftir (viðtal tekið í gær)” sagði Helgi Már Magnússon leikmaður og fyrirliði KR-inga sem mæta í Grindavík í kvöld og freysta þess að hampa þeim stóra.   Helgi hinsvegar býst við Grindvíkingum á öðrum nótum en í síðasta leik. “Ég geri ráð fyrir Grindvíkingum vel stemmdum í þennan leik og stefna á að bæta upp fyrir síðasta leik.  Ég á svo sem ekkert von á að þeir komi með eitthvða nýtt á borðið því á þessum tímapunkti held ég að bæði lið haldi sig að mestu við það sem hefur virkað í vetur.”
Umfjöllun eftir síðasta leik drukknaði í fréttum af ummælum sem höfð voru eftir Ólaf Ólafsson eftir leik, er einhver möguleiki að það eigi eftir að trufla þessa seríu eða leikmenn ?
 
“Nei það held ég ekki. Það var samt leiðinlegt að þessi ummæli sem augljóslega voru sögð í hita leiksins voru meira í fjölmiðlum og umræðunni heldur en leikurinn sjálfur. Ekki misskilja mig samt. Þessi ummæli eru fordæmanleg en mér fannst Óli og Grindavík tækla þetta vel enda var komin afsökunarbeiðni frá þeim korteri eftir leik. Nú er þetta sem betur fer frá og vonandi getum við einbeitt okkur að körfuboltanum.”
 
Fréttir
- Auglýsing -