spot_img
HomeFréttirHelgi lá í sænsku og Sigurður í dönsku

Helgi lá í sænsku og Sigurður í dönsku

 
Helgi Már Magnússon og Uppsala Basket voru rassskelltir á heimavelli 74-106 af LF Basket. Helgi gerði 3 stig í leiknum þar sem hann setti niður eitt af þremur þriggja stiga skotum sínum. Helgi lék í rúmar 15 mínútur og var auk þess með 5 fráköst og 1 stoðsendingu. Eftir leik kvöldsins er Uppsala í 5. sæti deildarinnar með 6 stig en LF Basket í 3. sætinu með 10 stig. 
Horsens IC mátti þola tap í dönsku úrvalsdeildinni gegn SISU eftir framlengdan leik. Lokatölur voru 103-94 SISU í vil þar sem fyrrum leikmaður Keflavíkur, Thomas Soltau, gerði 28 stig og tók 9 fráköst í liði SISU. Sigurður Þór Einarsson fyrirliði Horsens skoraði 5 stig í leiknum og gaf 1 stoðsendingu.
 
Við biðjumst velvirðingar á því að í fyrri frétt um leiki kvöldsins á Norðulöndum var sagt að Axel Kárason og félagar í Værlöse ættu að spila í kvöld en Værlöse leika á morgun gegn Aalborg Vikings í botnslag dönsku deildarinnar.
 
Fréttir
- Auglýsing -