Helgi Jónas Guðfinnsson mun verða næsti þjálfari karlaliðs Grindvíkinga. Þetta staðfesti Magnús Andri Hjaltason formaður kkd. UMFG fyrir fáeinum mínútum síðan á lokahófi þeirra Grindvíkinga. Helga Jónas þarf varla að kynna nánar fyrir lesendum en kappinn er uppalinn Grindvíkingur og því nokkuð ljóst að kappinn ætti að vera öllum hnútum kunnugur.