spot_img
HomeFréttirHelgi Jónas kominn í búning Þórsara

Helgi Jónas kominn í búning Þórsara

 

Helgi Jónas Guðfinnsson eigandi Metabolic heilsumiðstöðvar kemur til með að klæðast búningi Þór frá Þorlákshöfn í allan dag.  Þeir kumpánar Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs sem reglulega stundar líkamsrækt hjá Helga setti upp veðmál um hvort lið Grinvíkinga eða Þórsara myndu ná í úrslitaleikinn.  Flestir vita hvernig sá leikur fór og því tapaði Helgi veðmálinu og klæðist treyju Þórsara sem eftir lifir dags. 

 

"Ég þvingaði Einar í veðmál í undanúrslitaleiknum og sum sé hann yrði að vera í Grindavíkurbúning allan laugardaginn og svo öfugt hefðu mínir menn náði í úrslit. Hann sum sé kom í tíma í morgun með búninginn og verð í honum í allan dag." sagði Helgi Jónas í viðtali við Karfan.is

En hvernig telur Helgi Jónas að leikurinn fari? "Ég hef trú á mínum manni Einari. Eins og KR hefur verið að spila undanfarið þá hafa þeir ekki verið sannfærandi þannig að Þórsarar eiga góðan séns. Þeir hafa unnið KR í vetur tvisvar og vita hvað þarf til að sigra þá.  Segi þriggja stiga sigur Þórsara en það má hinsvegar ekki gleyma allri þeirri reynslu sem þetta KR hefur innan sinna raða." sagði Helgi Jónas að lokum.   

 

Eins og KR hafa verið að spila hafa þeir ekki verið sannfærandi…og tel Þór eiga góðan séns.  Kr með reynsluna og fara langt á henni…Þór vita hvað þarf til að vinna.  Trú á mínum manni Einari.   vinna með 3 stig. 

 

Fréttir
- Auglýsing -