9:41
{mosimage}
Þór Akureyri hélt lokahóf sitt nú um helgina í félagsheimilnu Hamri og voru þar veittar hinar ýmsu viðurkenningar og mönnum þakkað vel unnin störf. Magnús Helgason og Helgi Hrafn Þorláksson voru kjörnir bestu leikmenn meistarflokks karla og Linda Hreiðarsdóttir besti leikmaður meistaraflokks kvenna. Þá var Guðmuni Oddssyni þökkuð vel unnin störf fyrir körfuknattleiksdeildina en hann heldur utan til náms í haust og svo var Bjarni Jónsson fyrsti formaður körfuknattleiksdeildar Þórs heiðraður.
Á heimasíðu Þórs er að finna veglegt myndasafn frá kvöldinu og þá er hægt að lesa nánar um hófið.
Mynd: www.thorsport.is