spot_img
HomeFréttirHelga flutt úr Röstinni með sjúkrabifreið

Helga flutt úr Röstinni með sjúkrabifreið

Helga Einarsdóttir fyrirliði KR var í dag flutt með sjúkrabifreið úr Röstinni á meðan viðureign Grindavíkur og KR stóð í Domino´s deild kvenna. Helga varð frá að víkja sökum kviðverkja. Grindvíkingar unnu svo öruggan sigur í leiknum eins og áður hefur komið fram.
 
Karfan.is náði stuttu tali af Finni Frey Stefánssyni þjálfara KR. ,,Helga fór fyrst með sjúkrabifreið til Keflavíkur og svo var hún flutt í Fossvoginn. Hún var með slæma kviðverki og svo fékk hún morfín við sársaukanum. Þegar ég fór frá henni af sjúkrahúsinu leið henni mun betur en beið fregna úr blóðprufum. Helga var slæm fyrir leikinn en heimtaði engu að síður að spila, ég gerði mistök með því að leyfa henni það,” sagði Finnur við Karfan.is.
  
Fréttir
- Auglýsing -