spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHelena var stórkostleg fyrir Hauka í endurkomusigri á Azoreyjum "Þvílíkt ánægð með...

Helena var stórkostleg fyrir Hauka í endurkomusigri á Azoreyjum “Þvílíkt ánægð með liðið að halda haus og halda áfram”

Haukar lögðu portúgalska liðið Uniao Sportiva samanlagt fyrr í kvöld í undankeppni EuroCup. Fyrri leikinn unnu þær heima með 5 stigum og dugði þeim því að tapa þeim seinni í kvöld með 2 stigum. Samanlagt fóru því áfram með 3 stigum, 157-160.

Hérna er meira um leikinn

Haukar eru því komnir áfram í riðlakeppni keppninnar, en fyrsti leikur þeirra í henni er 14. október.

Þetta verða mótherjar Hauka í riðlakeppni EuroCup

Karfan heyrði í Helenu Sverrisdóttur eftir leik kvöldsins, en hún átti stórkostlegan leik fyrir liðið, skilaði 32 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum á um 33 mínútum spiluðum.

Hvað er að skapa þennan sigur fyrir ykkur í þessari undankeppni?


“Ótrúlega flottur baráttuandi í liðinu og allar að leggja sig fram. Erum að fá framlag frá öllum í liðinu og góður andi og stemmning í hópnum”

Lendið vel undir í leik kvöldsins en komið til baka, var ekkert farið að fara um ykkur?


“Mögulega einhverjar en þær hittu öllu í byrjun og við fengum smá skell en mér fannst við ekki panikka, héldum haus og náðum að vinna okkur hægt og rólega inn. Það komu síðan nokkur moment í leiknum þegar við hefðum getað gefist upp en náðum að halda haus og halda áfram og það er ótrúlega sterkt af okkur, og ég þvílíkt ánægð með liðið að halda haus og halda áfram”

Spennandi riðlakeppni framundan, hvernig metur þú möguleika ykkar þar?


“Núna förum við í riðil með 3 mjög sterkum mótherjum. Við munum halda áfram að gera okkar besta en núna á þessu stigi eru þetta mjög góð atvinnumannalið sem við mætum. Við munum gera okkar allra besta til að stríða þessum stóru klúbbum”

Fréttir
- Auglýsing -