spot_img

Helena til Ungverjalands

Íslandsmeistarar Hauka missa Helenu Sverrisdóttir á næstu leiktíð en hún hefur samið við lið Cegled í Ungverjalandi. Frá þessu var greint á vefsíðu Ríkisútvarpsins í kvöld.

 

Samningur Helenu er til eins árs en liðið spilar í efstu deild á Ungverjalandi og var einnig í EuroCup á nýliðnni leiktíð. Cegled er lið frá bæ rétt fyrir utan Búdapest. Liðið endaði í 6. sæti efstu deildar á þessu tímabili. 

 

Helena hefur áður leikið í Ungverjalandi, auk Póllands og Slóvakíu, nú síðast í janúar. Hún var leiðtogi liðs Hauka sem unnu Dominos deild kvenna á tímabilinu og var valin besti leikmaður deildarinnar á lokahófinu nú fyrir stuttu. 

Fréttir
- Auglýsing -