Körfuknattleikskona ársins, leikmaður Íslands og Vals í Dominos deild kvenna, Helena Sverrisdóttir staðfesti í gærkvöldi að hún væri með barni. Gerði leikmaðurinn það á samfélagsmiðlinum Instagram.
Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif það mun hafa á næsta tímabil fyrir Helenu, en hún hafði nýlega einnig tekið við sem aðstoðarþjálfari liðsins.
Í 21 leik með deildarmeisturum Vals á síðasta tímabili skilaði Helena 16 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.