spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHelena Sverrisdóttir í Val

Helena Sverrisdóttir í Val

Landsliðskonan Helena Sverisdóttir mun samkvæmt heimildum leika með liði Vals það sem eftir lifir tímabils. Helena fékk sig lausa frá ungverska liðinu Cegléd á dögunum og höfðu verið uppi einhverjar vangaveltur hvar hún myndi leika í Dominos deildinni. Samkvæmt heimildum Körfunnar munu þrjú lið hafa komið til greina, KR, uppeldisfélag hennar í Haukum og svo að lokum Valur.

Helena var á síðasta tímabili valinn leikmaður ársins í Dominos deild kvenna, þar sem hún fór fyrir liði Íslandsmeistara Hauka.

Hjá liði Vals hittir Helena fyrir systur sína Guðbjörgu Sverrisdóttur. Ekki er ólíklegt að þær systur eigi eftir að mynda eitthvað sterkasta tvíeyki deildarinnar.

Valur er sem stendur í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt Skallagrím, með 6 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar.

Fréttir
- Auglýsing -