spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHelena spáir því að þessir leikmenn verði í byrjunarliði Íslands árið 2027

Helena spáir því að þessir leikmenn verði í byrjunarliði Íslands árið 2027

Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals og íslenska landsliðsins var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hún yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag, framtíðina og margt fleira.

Helena hóf unga að leika bæði með meistaraflokki og landsliði. Var aðeins 12 ára þegar hún hefur feril sinn með Haukum og tveimur árum seinna, er hún 14 ára þegar hún er komin í A landslið Íslands. Síðan þá hefur hún leikið á mörgum stöðum, háskólabolta í Bandaríkjunum, með sterkum liðum í Slóvakíu, Ungverjalandi og í Póllandi, sem og með uppeldisfélagi sínu í Haukum og Vali í Dominos deildinni.

Í viðtalinu fer Helena yfir yfir ferilinn til þessa og rýnir í framtíðina. Í lokin svara hún nokkrum spurningum um hvað hún sjái fyrir sér að gerist, ein af þeim hvernig hún haldi að byrjunarlið íslenska landsliðsins verði eftir sjö ár. Var Helena frekar fljót að svara þessu og sagði að það yrðu eftirfarandi leikmenn sem myndu byrja árið 2027.

Þóra Kristín Jónsdóttir (Haukar), Sigrún Björg Ólafsdóttir (Haukar), Birna Valgerður Benónýsdóttir (Arizona), Thelma Dís Ágústsdóttir (Ball State) og Hildur Björg Kjartansdóttir (KR)

Viðtalið við Helenu er hægt að nálgast í heild hér, sem og inni á iTunes, en umræðan um landsliðið má finna á 01:10:00.

Fréttir
- Auglýsing -