spot_img
HomeFréttirHelena spáir í bikarúrslitahelgina

Helena spáir í bikarúrslitahelgina

 Helenu þarf varla að kynna nokkuð frekar. Dóttir hans Sverris og uppalin í Hafnarfirðinu þessi snót og spilar atvinnubolta í Slóvakíu.  Helena spáir í spilin fyrir helgina.
Keflavík-Valur: Verður hörkuleikur, en ég hef trú á að viljinn til þess að seta upp ártal í Vodafonehöllinni hjá Valsstelpunum muni skila þeim 5 stiga sigri, 72-67. Ég hef gífurlega trú á því að Guðbjörg Sverrisdóttir eigi eftir að stíga upp og stjórna Valsliðinu til sigurs eins og hún hefur sýnt að hún getur. Sjálfstraust og vilji getur farið með mann ansi langt.
Gengi Keflavíkur er oft upp og niður með hvernig fyrirliði þeirra Pálína spilar, ég hef mikla trú á að Pálína sýni sitt rétta andlit en Sara Rún og Bryndís þurfa að eiga góðan dag líka til að Kef eigi séns. Jaleesa pakkaði Kef saman í síðasta deildarleik og ég hef á tilfinningunni að Kef reyni að eyða miklu púðri í að hægja á henni. Ef kef tekst að hægja á henni hef ég trú á að bæði Guðbjörg og Kristrún stígi upp. Í kvennaleiknum skiptir gríðarlegu máli fyrir Valsstelpurnar að vera einbeittar og spila hörku-vörn. Þær spila oft á mörgum mönnum og því mikilvægt að hver einast Valsari hafi sitt hlutverk á tæru og eigi góðan leik. Hjá Keflavík er þeirra aðalsmerki að pressa, spila hratt og setja þristana. Þær áttu í miklum vandræðum með Jaleesu, bæði að stoppa hana í vörninni og voru hræddar að fara uppá móti henni sóknarlega, ég tel því líklegt að þær þurfi að finna þetta fullkomna jafnvægi milli skota fyrir utan og undir körfunni, en þær þurfa að spila sem lið, ekki bara einn á einn framlag. Valsstelpurnar þurfa að vera tilbúnar að bregðast vel gegn pressuvörninni og það skiptir miklu máli fyrir Valsarana að gefa þetta extra, þ.e. ná sóknarfráköstum, lausum boltum og gefa allt sitt í vörnina því sóknin fylgir með.
 
 
Grindavík-Stjarnan: Stjarnan búin að vera með topplið síðustu árin, en Grindavík er með svakalegan mannskap og það er erfitt að eiga við þá. En held að Stjarnan taki þetta í jöfnum leik 86-84. Í þesum leik er svo erfitt að segja þar sem útlendingarnir hafa oftast verið mjög áberandi hjá Grindavík en það jafnast oft út við kanana í hinu liðinu, það er því mikilvægt hvernig Íslendingarnir koma inn. Justin er þessi týpa til þess að taka yfir heilu leikina, og ég hef trú á því að hann muni verða ansi sýnilegur á laugardaginn. Justin Shouse mun standa uppi sem maður leiksins í þessum leik held ég. Mér finnst líklegt að bæði lið seti einbeitingu í vörnina og reyni að hægja á Broussard og Zeglinski. Það er eins hjá Grindavík, ef þeir halda Shouse í skefjum þá höktir Stjarnan.
 
 
Annars hlakka ég ótrúlega mikið til Laugardagsins, við í Good Angels erum í fríi og ég get því horft á báða leikina. Litla systir að spila til úrslita í Bikarnum og það er gaman að sjá þegar draumar hennar og markmið eru nálægt því að verða að veruleika. Ég veit persónulega hversu mikill spenningur og adrenalín eru í gangi í kringum þessa leiki og ég óska þess að leikmennirnir nái að halda hausnum og við fáum tvo rosalega leiki á RÚV.
 
Mynd: Helena og Pálína léku saman með Haukum og urðu meistarar þar saman. 
 
Fréttir
- Auglýsing -