Helena Sverrisdóttir tilkynnti rétt í þessu á Facebook síðu sinni að hún hefði skrifað undir tveggja ára samning þess efnis að spila með Val.
Valur vann í vikunni sinn þriðja titil í vetur þegar að þær unnu Keflavík í úrslitum um Íslansmeistaratitilinn. Áður höfðu þær bæði unnið Geysisbikarinn, sem og urðu þær deildarmeistarar.
Helena kom til liðsins í nóvember, en síðan þá töpuðu þær aðeins tveimur leikjum. Í 27 leikjum fyrir félagið skilaði Helena 20 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.