Ísland tapaði naumlega fyrir Finnum í þriðja leik sínum á æfingamótinu í Amager í Danmörku í gær, 78-76.
Eftir frábæran fyrri hálfleik höfðu íslensku stúlkurnar náð 12 stiga forystu í hálfleik og náð að halda henni allt til loka 3. leikhluta. Þær finnsku hófu þá áhlaup og snögglega niður forystu Íslands á tæplega fimm mínútna kafla.
Þaðan af var leikurinn í járnum. Bryndís Guðmundsdóttir setti niður tvö víti til að jafna leikinn þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Eitthvað voru þessar 10 sekúndur lengi að líða því þær finnsku fengu 3 tilraunir til þess að hefja sókn á þessum tíma. Sú síðasta var skot á endalínunni frá Tiinu Sten þegar flautan gall sem kláraði leikinn.
Helena Sverrisdóttir átti stórleik fyrir íslenska liðið með 29 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Á eftir henni kom Sara Rún Hinriksdóttir með 14 stig og 5 fráköst. Hjá Finnlandi leiddi Dionne Pounds með 27 stig en hún skaut 6/13 í þriggja stiga skotum.
Leikinn er hægt að sjá í fullri lengd í myndbandinu hér að neðan.