Helena Sverrisdóttir og samherjar hennar hjá Cegled í Ungverjalandi fara brösuglega af stað í deildarkeppninni þar í landi.
Um helgina fékk liðið skell gegn Csata í fjórðu umferð ungversku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór 72-50 fyrir gestunum.
Helena endaði með 9 stig, 9 fráköst (þar af sex sóknarfráköst) og 3 stoðsendingar. Hún lék mest allra í leiknum eða 36 mínútur.
Cegled er enn án sigurs eftir fjóra leiki í deildinni. Evrópukeppnin byrjar í vikunni hjá félaginu þegar liðið mætir Rutronik Stars Keltern.