Fjórða október næstkomandi verður Helena Sverrisdóttir tekin inn í frægðarhöll TCU háskólans í Bandaríkjunum, en þar lék hún við góðan orðstýr frá 2007 til 2011 áður en hún gerðist atvinnumaður á meginlandi Evrópu. Helena átti góðu gengi að fagna með TCU og er hún meðal efstu leikmanna allra tíma í flestum tölfræðiþáttum.