Helena Sverrisdóttir landsliðskona er stödd í Svíþjóð þessa dagana og fylgist grannt með gangi mála á Norðurlandamóti yngri landsliðanna í Solna. Helena var í Solnahallen í dag þegar U16 ára lið kvenna tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn.
Helena var einmitt leikmaður í U16 ára liði Íslands árið 2004 en það lið var það fyrsta og eina til þessa til þess að verða Norðurlandameistari kvennaliða. Það eru því 10 ár síðan íslenskt kvennalið varð Norðurlandameistari. Karfan TV ræddi eldsnöggt við Helenu eftir leik og sagði hún það ótrúlega gaman að fylgjast með þessum öfluga 16 ára hópi:
Mynd/ [email protected] – Á myndina vantar ekki reynsluna, lengst til vinstri er Erla Reynisdóttir fyrrum landsliðskona, fyrir miðju er Helena núverandi landsliðskona og lengst til hægri er aðalfararstjóri Íslands í ferðinni, Erlingur Hannesson. Eins og þið sjáið þá eru íslensku liðin í eins öruggum höndum og hugsast getur.