spot_img
HomeFréttirHelena flaug í gegnum læknisskoðun

Helena flaug í gegnum læknisskoðun

Helena Sverrisdóttir hélt utan til Ungverjalands um síðastliðna helgi og í morgun fór hún í læknisskoðun hjá nýja félaginu sínu Miskolc (Dksk Workforce). Landsliðskonan flaug í gegnum læknisskoðunina og er því fullgildur meðlimur Miskolc.
 
„Mér líst mjög vel á þetta, það er fullt af góðu fólki í kringum þennan klúbb og bara spennandi tímabil framundan,“ sagði Helena sem kvað læknisskoðunina í morgun nokkuð skrýtna.
 
„Við vorum þrjár þarna í heilar fjórar klukkustundir og þurftum einnig að keyra í tvo og hálfan tíma til að komast í læknisskoðunina enda voru þessi tæki sem við fórum í alveg svakaleg. Þá var þetta greinilega mikill snillingur læknirinn sem las úr þessu öllu saman,“ sagði Helena létt á manninn.
 
Keppni í MEL deildinni (Middle European League) hefst svo strax þann 27. september næstkomandi svo Helena og félagar í Miskolc verða önnum kafnir næstu daga við undirbúning. 
Fréttir
- Auglýsing -