Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals og íslenska landsliðsins var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hún yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag, framtíðina og margt fleira.
Helena hóf unga að leika bæði með meistaraflokki og landsliði. Var aðeins 12 ára þegar hún hefur feril sinn með Haukum og tveimur árum seinna, er hún 14 ára þegar hún er komin í A landslið Íslands. Síðan þá hefur hún leikið á mörgum stöðum, háskólabolta í Bandaríkjunum, með sterkum liðum í Slóvakíu, Ungverjalandi og í Póllandi, sem og með uppeldisfélagi sínu í Haukum og Vali í Dominos deildinni.
Í viðtalinu fer Helena yfir fyrstu daga sína með íslenska landsliðinu, en hún er sú yngsta sem hefur leikið með því frá upphafi. Var hún reyndar tekin inn í það á sama tíma og önnur fjórtán ára, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, en þar sem Helena var 6 dögum yngri fær hún þann heiður að vera sú yngsta sem leikið hefur fyrir liðið.
Í einu af fyrstu ferðalögum liðsins út fyrir landsteinana fóru þær með liðinu til Lúxemborg að keppa. Segir Helena þá ferð hafa verið minnistæða fyrir þær sakir að lokakvöldið hafi liðinu verið boðið til teitis heim til Jóns Arnórs Stefánssonar, sem þá lék með Trier í efstu deild í Þýskalandi, en Lúxemborg er aðeins 40 kílómetra frá þeim bæ. Henni og Ingibjörgu hafi hinsvegar meinað að fara í það partý, en þær hafi í staðinn farið út að borða með þjálfurum liðsins, þar sem ís hafi verið í eftirrétt. Sagðist Helena á þeim tíma hana og Ingibjörgu ekki hafa skilið almennilega afhverju restin af liðinu hafi verið hálf illa farið daginn eftir, þegar að liðið hélt aftur til Íslands.
Viðtalið við Helenu er hægt að nálgast í heild hér, sem og inni á iTunes, en umræðan um upphafið með landsliðinu má finna á 01:11:00.