Helena Sverrisdóttir lagði grunninn að því sem varð sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópukeppninnar 2017 með mögnuðum 1. leikhluta þar sem hún skoraði 15 stig. Hún sagði íslenska liðið til alls líklegt þegar það getur hitt svona vel eins og það gerði í þessum leik, en liðið skaut tæplega 50% úr þriggja stiga skotum í leiknum. Helena sagði það heldur ekki leiðinlegt að ná sigri á gamla þjálfaranum sínum og liðsfélögum en hún lék í Ungverjalandi fyrstu árin sín í atvinnumennsku.
Mynd: Tomasz Kolodziejski