Leó Curtis mun halda vestur um haf fyrir og leika með Cats Academy skólanum á komandi tímabili.
Leó er 19 ára og að upplagi úr ÍR. Var mikilvægur fyrir liðið er það tryggði sig aftur upp í Bónus deildina með því að sigra úrslitakeppni fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili, en hann skilaði 15 stigum og 9 fráköstum að meðaltali á leiktíðinni.
Þá hefur Leó verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, en nú í sumar var hann hluti af undir 20 ára liði karla sem vann Norðurlandameistaratitilinn og lék í A deild Evrópumótsins.