spot_img
HomeFréttirHeldur Pedersen áfram með landsliðið? - Blaðamannafundur í hádegi föstudag

Heldur Pedersen áfram með landsliðið? – Blaðamannafundur í hádegi föstudag

Körfuknattleikssambandið hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun, föstudaginn 22. nóvember, þar sem áætlað er að tilkynna hver það verður sem verður landsliðsþjálfari karla.

Hinn kanadíski Craig Pedersen hefur stjórnað liðinu frá árinu 2014, en á þeim tíma hefur hann meða annars farið með liðið á tvö lokamót EuroBasket, árin 2015 og það seinna 2017.

Samningur Pedersen rennur út núna um áramótin og þarf því annaðhvort að gera nýjan samning við hann, eða semja við nýjan þjálfara.

Útkoman á morgun getur því farið á tvo vegu. Annaðhvort verður tilkynnt um það að nýr þjálfari taki við liðinu frá næstu áramótum, eða að nýr samningur hafi verið gerður við Pedersen um að halda áfram.

Samkvæmt heimildum Körfunnar er Pedersen staddur á landinu þessa stundina, en hvort hann verði viðstaddur blaðamannafundinn á morgun, eða hvort hann mun halda áfram með liðið er með öllu óráðið.

Fréttir
- Auglýsing -