spot_img
HomeFréttirHeldur fyrirlestur í Bretlandi

Heldur fyrirlestur í Bretlandi

{mosimage}

Brynjar Karl, þjálfari FSu, mun halda fyrirlestur á árlegri þjálfararáðstefnu í Bretlandi dagana 8.-9. júlí n.k. Þjálfarafélag breska körfuknattleikssambandsins heldur þessa ráðstefnu árlega en það var fyrir tilstuðlan Mark Dunning, formann þjálfarafélagsins í Bretlandi, að Brynjari Karli var boðið að koma og halda fyrirlestur.

Ráðstefnan er liður í endurmenntun þjálfara í Bretlandi en þar koma þjálfarar víðsvegar að frá Bretlandi og glugga í reynslubankann hver hjá öðrum. Algengt er að gestafyrirlesarar á borð við Brynjar Karl haldi tölu á þessum ráðstefnum.

Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna með því að smella á tengilinn hér að neðan:

http://www.bcauk.com/articles/articlepages.asp?txtPageOPID=85&txtAction=&txt

Mynd: www.basket.is Brynjar Karl stjórnaði sínum mönnum í FSu með stakri prýði í vetur og vakti liðið verðskuldaða athygli.

Fréttir
- Auglýsing -