spot_img
HomeFréttirHeimsmetið jafnað í Grafarvogi (Uppfært)

Heimsmetið jafnað í Grafarvogi (Uppfært)

 
Nýjustu tíðindi úr Grafarvogi eru þau að bakvörðurinn Tómas Heiðar Tómasson hefur jafnað heimsmetið í miðjuskotum með því að setja 8 stykki niður á einni mínútu. Ekki fyrir alls löngu síðan settum við inn myndband hér á Karfan.is þar sem Bandaríkjamaðurinn Eric Valentin setti metið sem Tómas hefur nú jafnað.
Myndbandið gengur lausum hala á Facebook og hefur Körfuknattleikssamband Íslands m.a. sett myndbandið á vegginn hjá sér en það er ekki enn komið inn á Youtube.com.
 
Mynd/ Er Tómas á leið í Heimsmetabókina?
Fréttir
- Auglýsing -