spot_img
HomeFréttirHeimsmeistarabikarinn í fyrsta skipti á Íslandi

Heimsmeistarabikarinn í fyrsta skipti á Íslandi

Ísland tekur á móti Spáni í Laugardalshöllinni í kvöld í næst síðasta leik sínum í undankeppni HM 2023. Möguleikar Íslands á að tryggja sig inn hafa aldrei verið betri, en aðeins 12 lið frá Evrópu geta unnið sér inn þátttökurétt fyrir hvert lokamót.

Alþjóða körfuknattleikssamfélagið hefur ekki farið varhluta af þessum uppgangi íslensks körfuknattleiks, en ekki aðeins hefur karlalandslið Íslands verið á uppleið síðustu ár, einnig hafa yngri landsliðin verið að skipa sér í hóp þeirra bestu í Evrópu.

Þessi frábæri árangur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins var svo ástæðan fyrir því að sjálfur verðlaunagripurinn er kominn hingað til lands. Ekki beint til þess að vera til sýnis, heldur til þess að ná myndum af honum á mismunandi stöðum á Íslandi fyrir kynningarefni tengt keppninni, en bikarinn kom hingað til lands með starfsmanni FIBA sem hefur farið með hann á Þingvelli, Bessastaði og fleiri staði til þess að ná myndum.

Spánn 2019

Þó bikarinn sé ekki í eiginlegri sýningarferð á Íslandi mun hann vera í Laugardalshöllinni í kvöld. Þar sem ríkjandi heimsmeistarar og tímabundnir eigendur verðlaunagripsins Spánn mætir Íslandi í þessum næst síðasta leik undankeppninnar. Spánn vann titilinn á síðasta lokamóti keppninnar árið 2019, en í heild hafa þeir tvisvar unnið keppnina, fyrra skiptið árið 2006. Oftast hafa Bandaríkin unnið bikarinn, í fimm skipti, síðast árið 2014.

Bandaríkin 2014

Ekki aðeins er heimsmeistarabikarinn hér í fyrsta skipti. Heldur sendi skrifstofa FIBA einn af sínum æðstu mönnum Kosta Iliev til þess að vera viðstaddan leik kvöldsins, en hann líkt og bikarinn, er kominn hingað útaf þeirri ótrúlegu stöðu sem Ísland er komið í að eiga alvöru möguleika að tryggja sig inn á lokamót HM 2023 og vera minnsta þjóð allra tíma til þess að gera það.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -