spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHeimakonur öruggar í Njarðtaks-Gryfjunni

Heimakonur öruggar í Njarðtaks-Gryfjunni

Njarðvík lagði B lið Fjölnis fyrr í dag, 94-73, í fyrstu deild kvenna. Leikurinn sá fyrsti sem Njarðvík leikur í vetur og sá annar sem lið Fjölnis spilar, en þær töpuðu sínum fyrsta fyrir Grindavík á dögunum.

Það voru heimakonur í Njarðvík sem byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25-17. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo eilítið við forystu sína. Staðan 50-36 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins náðu Fjölniskonur vopnum sínum að einhverju leyti aftur. Njarðvík sigraði þó þriðja leikhlutann með 2 stigum og voru því með 16 stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann, 76-60. Í honum gerðu þær svo vel í að bæta aðeins við forystu sína og sigra að lokum með 21 stigi, 94-73.

Atkvæðamestar fyrir Njarðvík í leiknum voru Vilborg Jónsdóttir með 20 stig, 5 fráköst, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta og Ashley Grey með 20 stig og 8 fráköst. Fyrir Fjölni var það Diljá Ögn Lárusdóttir sem dróg vagninn með 24 stigum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / SBS

Fréttir
- Auglýsing -