spot_img
HomeFréttirHeil umferð í 1. deild karla í kvöld

Heil umferð í 1. deild karla í kvöld

Það verða ekki einungis læti í DHL-Höllinni í kvöld heldur verður leikin heil umferð í 1. deild karla og hefjast allir leikirnir kl. 19:15 að frátalinni viðureign Hattar og KFÍ sem hefst kl. 20:00 á Egilsstöðum. Höttur og KFÍ eigast svo við að nýju daginn eftir, á laugardaginn kl. 15.00, en félögin ákváðu að leika báða leiki sína gegn hvort öðru í sömu ferð. Í fyrra var sami háttur hafður á og þá var leikið fyrir vestan.
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
 
19:15: Breiðablik – ÍA
19:15: Ármann – FSu
19:15: Þór Akureyri – Hamar
19:15: ÍG – Skallagrímur
20:00: Höttur – KFÍ
 
Tekið skal fram að viðureign Þórs Akureyri og Hamars fer fram í Síðuskóla á Akureyri.
 
Þá er einn leikur í 2. deild karla þegar Reynir Sandgerði tekur á móti Stál-úlfi kl. 19:00 í Sandgerði.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -