spot_img
HomeFréttirHeiðursmerki KKÍ veitt á 100 ára afmæli Skallagríms

Heiðursmerki KKÍ veitt á 100 ára afmæli Skallagríms

Ungmennafélagið Skallagrímur hélt formlega uppá 100 ára afmæli sitt í gær með pompi og prakt. Meðal annars með leik Skallagríms og Keflavíkur í Dominos deild kvenna þar sem Keflavík hafði góðan varnarsigur. 

 

Í hálfleik veiti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ þrjú heiðursmerki félagsins til þeirra sem hafa haft mest áhrif á uppgang körfuboltans í Borgarnesi síðustu áratugi. Þetta eru þeir Indriði Jósafatsson, Bjarni Steinarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. 

 

Indriði Jósafatsson hlaut gullmerki KKÍ en hann var Íþrótta-og æskulýðsfulltrúi í Borgarnesi og síðar Borgarbyggð í rúmlega 20 ár. Hann var vallarþulur í Fjósinu í fjöldamorg ár og lék með liðinu fyrir allnokkrum árum. Bjarni Steinarsson hlaut einnig gullmerki KKÍ en það má segja að Bjarni sé upphafsmaður körfuboltans í Borgarnesi eins og hann er í dag. Hann var formaður og stjórnarmaður hjá Skallagrím í fjöldamörg ár. Hann var formaður er liðið réð Birgir Mikaelsson sem spilandi þjálfara sem kom liðinu á ról. 

 

Björn Bjarki Þorsteinsson hlaut silfurmerki KKÍ en hann er fyrrum leikmaður og stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms. Allir eiga þeir að baki óteljandi sjálfboðavinnu í þágu körfuboltans og eru vel að þessum heiðri komnir. 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -