Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Svíþjóð í dag í sínum fjórða leik á Norðurlandamótinu í Södertalje. Liðið hefur því unnið tvo leiki og tapað tveimur, en lokaleikur þeirra á mótinu verður gegn Eistlandi og verður það hreinn úrslitaleikur um þriðja sæti mótsins.
Heiður Karlsdóttir lék tæpar 17 mínútur í leiknum og var þriðja stigahæst í íslenska liðinu með 6 stig, en einnig bætti hún við frákasti og vörðu skoti.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil