Heiða Sól Clausen hefur framlengt samningi sínum við fyrstu deildar lið ÍR fyrir komandi tímabil. Heiða er 17 ára bakvörður sem að upplagi er úr ÍR, en tímabilið 2022-23 hóf hún að leika fyrir meistaraflokk þeirra. Eftir það tímabil var hún valin körfuboltakona ársins hjá félaginu.