Valur hefur komist að samkomulagi við leikstjórnandann bandaríska Heather Butler um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna. Valur sagði á dögunum upp samningi sínum við Brooke Johnson á dögunum og hefur því verið án bandarísks leikmanns síðustu daga.
Butler er 28 ára gamall leikmaður sem hefur verið atvinnumaður síðan að hún kláraði Tennessee Martin skólann í Bandaríkjunum árið 2014. Síðan þá hefur hún leikið bæði í Póllandi og nú síðast með Uppsala í efstu deild í Svíþjóð.
Butler er komin með leikheimild með liðinu, en ekki er ljóst á þessari stundu hvort hún verði með Val í kvöld gegn Snæfell í 7. umferð Dominos deildarinnar.