Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Miami tók 2-0 forystu gegn Charlotte Hornets, Cleveland komst í 2-0 forystu gegn Detroit Piston og LA Clippers leiða sömuleiðis 2-0 gegn Portland Trail Blazers.
Dwyane Wade gerði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar í 115-103 sigri Heat gegn Hornets. Hjá Charlotte var Kemba Walker stigahæstur með 29 stig og 5 fráköst.
LeBron James gerði 27 stig og tók 6 fráköst í 107-90 sigri Cleveland á Pistons en hjá Detroit var Drummond með 20 stig og 7 fráköst.
Chris Paul gerði 25 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í 102-81 sigri Clippers gegn Portland. Lillard og Plumlee voru báðir með 17 stig í liði Portland en Plumlee hjó nærri þrennunni með 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Topp 5 tilþrif næturinnar