Gordon Hayward leikmaður Utah Jazz í NBA deildinni verður frá næstu vikur eftir að hann brákaði fingur á vinstri hendi á æfingu síðastliðinn föstudag.
Hinn 26 ára gamli Hayward er á leið inn í sitt sjöunda tímabil með Jazz en hann hefur verið með 14,6 stig, 4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í 443 leikjum fyrir Jazz.