Borgnesingar láta ekki haustið og lægðirnar aftra sér í því að sletta ærlega úr klaufunum. Næstkomandi laugardagskvöld verður haldið strangheiðarleg Haustskemmtun til styrktar meistaraflokkum Skallagríms.
Boðið verður til þjóðlegs haustveisluhlaðborðs þar sem klassískt kjöt í karrý, steikt lifur og hjörtu, lifrarpylsa og steikt blóðmör auk sviðaslutna með tilheyrandi meðlæti eru á boðstólnum. Þetta allt á einungis 3000 kr.
Kvöldið verður haldið í Hjálmaklett og er veislustjórn í höndum alþingismannanna og nafnanna Ásmundar Einars Daðasonar og Ásmundar Friðrikssonar. Ræðumaður kvöldsins verður Guðni Ágústsson.
Ýmis skemmtistriði, lifandi tónlist, happdrætti o.fl. Húsið opnar kl 19:00 og ráðgert að formlegri skemmtun ljúki um miðnættið.
Hægt að kaupa miða í Tækniborg, hjá leikmönnum Skallagríms eða með því að senda skilaboð á facebooksíðu Skallagríms.
Skallagrímsmenn segja æskilegt að skilja kjólföt og spariklæðnað eftir heima en vilja fá góða skapið með í staðinn. Allt til styrktar meistaraflokksliða Skallagríms.