spot_img
HomeFréttirHaukur samdi við Manresa á Spáni

Haukur samdi við Manresa á Spáni

 
Haukur Helgi Pálsson hefur samið við Manresa á Spáni en liðið leikur í ACB deildinni og því verða Haukur og Jón Arnór Stefánsson andstæðingar í vetur en Jón samdi við Zaragoza fyrr í sumar.
Haukur Helgi ákvað í sumar að snúa ekki aftur til Maryland í Bandaríkjunum þar sem hann var á fullum skólastyrk heldur reyna fyrir sér í Evrópu. Nú hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá Hauki sem hefur síðustu ár getað valið um lið til að spila fyrir en ákvað að fara í háskólanám í Bandaríkjunum sem nú hefur verið slegið á frest.
 
Fréttir
- Auglýsing -