spot_img
HomeFréttirHaukur Pálsson í stjörnliðinu á Scania Cup

Haukur Pálsson í stjörnliðinu á Scania Cup

21:35

{mosimage}

Scania Cup lauk nú í dag og má með sanni segja að íslensku liðin hafi ekki gert neinar rósir í mótinu þetta árið. 10. flokkur Skallagrímsstráka endaði í áttunda sæti eftir úrslitaleik um sjöunda sætið við Eos frá Svíþjóð þar sem Svíarnir sigruðu 57-32. 9. flokkur Fjölnisstráka endaði í fjórða sæti eftir tap í bronsleik gegn sænska liðinu Söder 63-64. Haukur Pálsson leikmaður Fjölnis var í mótslok valinn í stjörnlið mótsins. 7. flokkur Fjölnisstráka sigraði JKS 58-54 í leik um sjöunda sætið. 

7. flokkur KR stúlkna tapaði öllum leikjum sínum í mótinu og endaði í 12. sæti.

Öll úrslit í mótinu má finna hér.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -