Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Þá er komið að Haukum.
Haukar
Deildarmeistararnir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en hafa misst gríðarlega mikið síðan þá. Liðið þarf að ná vopnum sínum á ný eftir erfitt sumar en efnilegir leikmenn gætu þurft að taka ábyrgðarhlutverk sem verður spennandi að sjá.
Spá KKÍ: 8. sæti
Lokastaða á síðustu leiktíð: 1. sæti
Þjálfari liðsins: Ívar Ásgrímsson
Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Hilmar Smári Henningsson. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins sem gæti fengið stærra hlutverk hjá Haukum í ár. Sáum hvers hann er megnugur hjá Þór Ak í fyrra og þarf að springa út fyrir Haukana í vetur.
Komnir og farnir:
Komnir:
Kristinn Marínósson til Hauka
Hilmar Smári Henningsson frá Þór Ak
Daði Lár Jónsson frá Keflavík
Matic Macek frá Lasko í Slóveníu
Marques Oliver frá Þór Ak
Hamid Dicko frá Gnúpverjum
Adam Smári Ólafsson frá Vestra
Ívar Barja frá Fjölni
Ísak Sigurðarson frá Hamri
Farnir:
Breki Gylfason til Appalachian State USA
Finnur Atli Magnússon til Ungverjalands
Hilmar Pétursson til Breiðabliks
Emil Barja til KR
Paul Anthony Jones til Stjörnunnar
Kári Jónsson til Barcelona
Viðtal við Hauk Óskarsson um komandi leiktíð.