Álftnesingar hafa samið við Hauk Helga Pálsson fyrir komandi átök á sínu fyrsta tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í morgun.
Haukur Helgi kemur til liðsins frá Njarðvík þar sem hann lék síðustu tvö tímabil, en á því síðasta skilaði hann 10 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 21 leik fyrir félagið.
Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness
„Það þarf nú ekki að hafa mörg orð um það hversu gríðarlegur liðsstyrkur er í því að fá Hauk Helga í Álftanes. Við eigum eftir að sjá Hauk Helga taka verulega til sín í Forsetahöllinni og hann er líka frábær fyrirmynd fyrir sístækkandi hóp þeirra sem æfa körfubolta á Álftanesi.“
Haukur Helgi nýr leikmaður Álftaness
„Uppgangurinn á Álftanesinu hefur verið eftirtektarverður og verður gaman að skrifa söguna með því að taka þátt í fyrsta tímabili félagsins í efstu deild. Metnaðurinn í félaginu er mikill.“