spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi til Ísraels?

Haukur Helgi til Ísraels?

Samkvæmt miðlum í Ísrael þá eru Hapoel Jerusalem að bólstra lið sitt fyrir komandi tímabil og þeirra fyrsti kostur í framherjastöðunni sé íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson sem leikið hefur við góðan orðstýr í frönsku deildinni með Nanterre. Í fréttinni segir að Hapoel hafi sýnt Helga áhuga á síðustu leiktíð en ákváðu þá að taka aðra leikmenn fram yfir Hauk.

Haukur hefur verið meira og minna í atvinnumennsku síðan hann byrjaði sinni feril á Spáni með liði Manresa árið 2011 en svo tók kappinn eitt ár í Ljónagryfjunni hérna heima með Njarðvíkingum þar sem hann var valinn besti leikmaður Dominos deildarinnar. Nóg er að gera hjá Hauki þessa dagana hinsvegar, samkvæmt miðlum er hann nýbúin að trúlofa sig og svo er erfingi á leiðinni á komandi dögum/vikum.

Ekki náðist í Hauk við vinnslu fréttar en við munum uppfæra ef svo verður

Fréttir
- Auglýsing -