spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi skrifar undir hjá Nanterre 92

Haukur Helgi skrifar undir hjá Nanterre 92

Haukur Helgi Pálsson mun spila áfram í Frakklandi á næstu leiktíð en hann gefur samið við lið Nanterre 92 í frönsku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið í dag. 

 

Haukur Helgi hefur leikið á Frakklandi í tvö ár. Fyrst hjá liði Rouen í Frönsku B-deildinni við góðan orðstýr, á síðustu leiktíð var Haukur svo hjá Cholet sem endaði neðarlega í úrvalsdeildinni. Eftir tímabilið sagðist Haukur vilja leika í evrópukeppni og endursamdi því ekki við lið Cholet. 

 

Landsliðsmaðurinn átti gott tímabil hjá Cholet og var með 9,3 stig, 2,5 fráköst og 50% skotnýtingu á 24. mínútum á síðustu leiktíð. Haukum glímdi þó við einhver meiðsli um mitt tímabil sem trufluðu eitthvað. 

 

Nanterre 92 er stór klúbbur í Frakklandi sem staðsettur er vestur París. Liðið hefur einu sinni orðið franskur meistari og einu sinni unnið FIBA Europe Cup. Nanterre varð franskur bikarmeistari fyrir tveimur árum en endaði í sjöunda sæti deildarinnar á nýliðnu tímabili og komst alla leið í undanúrslit.

 

Parísarliðið mun leika í Meistaradeildinni á komandi leiktíð og þarf að fara í gegnum lokaumferð forkeppninnar. Þjálfari liðsins er Pascal Donnadieu sem þjálfað hefur lið Nanterre frá árinu 1987 auk þess sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari franska landsliðsins frá 2016. 

 
 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -