spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi sigraði Kórónaveiruna - Verður með Íslandi í Slóvakíu

Haukur Helgi sigraði Kórónaveiruna – Verður með Íslandi í Slóvakíu

Landsliðsmaðurinn og leikmaður Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni Haukur Helgi Pálsson hefur náð sér af Covid-19 veirunni og mun því verða með Íslandi í leikjunum tveimur í Slóvakíu í lok mánaðar. Þar mun Ísland leika við Lúxemborg þann 26. og Kósovó 28. nóvember. Leikirnir eru liður í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Haukur Helgi hafði greinst með kórónaveiruna í upphafi mánaðarins en hann hefur jafnað sig og er búinn að mælast neikvæður fyrir helgi og er með mótefnamælingu úr blóðprufu en samkvæmt reglum FIBA þarf að skila þessari seinni niðurstöðu úr prófi sem hann fer í á morgun þriðjudag.

Leikmenn liðsins sem spila á Íslandi eru allir komnir út, en þeir sem leika á meginlandinu týnast einn af einum til móts við það eftir því sem skyldur þeirra með félagsliðum klárast.

Fréttir
- Auglýsing -