spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi segir íslenska liðið hafa sýnt það geti keppt við stórar...

Haukur Helgi segir íslenska liðið hafa sýnt það geti keppt við stórar þjóðir “Höfum spilað stóra leiki áður”

Ísland tekur á móti Georgíu annað kvöld föstudag 11. nóvember í fyrri leik annars glugga seinni hluta undankeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Fyrir leikinn er staða Íslands nokkuð sterk í L riðil, liðið er með fjóra sigra, tvö töp og er í 3. sæti, en efstu þrjú lið riðilsins komast á lokamótið. Sigur annað kvöld myndi fara langleiðina með að tryggja farmiðann, þar sem að þá væri liðið tveimur sigurleikjum fyrir ofan Georgíu í riðlinum. Seinni leikur gluggans er svo þremur dögum síðar 14. nóvember gegn Úkraínu á þeirra velli í Lettlandi.

Hérna er 16 leikmanna hópur Íslands

Hérna er heimasíða mótsins

Karfan kom við á æfingu liðsins í dag og spjallaði við Hauk Helga Pálsson um leikina tvo og hvað Ísland þarf að gera til þess að tryggja sig á lokamótið sem fram fer á næsta ári. Þá ræðir Haukur einnig þau kynslóðaskipti sem sem hafa átt sér stað í liðinu á síðustu árum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -